Algengir erfðaþættir gáttarifs uppgötvaðir 1. júlí 2007 18:08 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature. „Gáttatif er algengasta orsök hjartsláttaróreglu og er einnig algeng orsök heilablóðfalls vegna blóðreks frá hjarta (e. Cardiogenic stroke). Erfðaþættirnir eru tveir og eru staðsettir nálægt erfðavísi á litningi 4 sem vitað er að gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun hjartans. Annar breytileikanna eykur áhættu á gáttatifi um 70% fyrir hvert eintak og hinn eykur áhættuna um 40% fyrir hvert eintak miðað við meðaláhættu. Um það bil þriðjungur fólks af evrópskum uppruna hafa a.m.k. eitt eintak af öðrum hvorum áhættuþættinum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að þeir sem bera í sér tvö eintök af þeim breytileika sem meiri áhrif hefur, eru 250% líklegri til að fá gáttatif miðað við þá sem hafa hvorugan breytileikann. Erfðabreytleikarnir fundust þegar meira en 300.000 breytileikar í erfðamenginu voru skoðaðir í meira en 550 sjúklingum með gáttatif og/eða gáttaflökt. Niðurstöðurnar voru staðfestar með frekari rannsóknum á yfir 3.000 sjúklingum frá Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Áhrifameiri breytileikinn fannst einnig í einstaklingum frá Hong Kong. Aukin áhætta þeirra var aðeins minni en annarra en á móti kom að 75% einstaklinga reyndust bera að minnsta kosti eitt eintak. Breytileikinn skiptir því máli í 35% gáttatifstilfella í einstaklingum frá Hong Kong á meðan samsvarandi prósenta í hinum hópunum sem skoðaðir voru er 20%. Vegna þess hve gáttatif er algengur undanfari heilablóðfalls telur ÍE að greiningarpróf sem byggir á uppgötvuninni muni hafa notagildi fyrir lækna til þess að greina þá einstaklinga sem vera ættu undir meira eftirliti en aðrir. Slíkt greiningarpróf er sett á markað í dag," segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature. „Gáttatif er algengasta orsök hjartsláttaróreglu og er einnig algeng orsök heilablóðfalls vegna blóðreks frá hjarta (e. Cardiogenic stroke). Erfðaþættirnir eru tveir og eru staðsettir nálægt erfðavísi á litningi 4 sem vitað er að gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun hjartans. Annar breytileikanna eykur áhættu á gáttatifi um 70% fyrir hvert eintak og hinn eykur áhættuna um 40% fyrir hvert eintak miðað við meðaláhættu. Um það bil þriðjungur fólks af evrópskum uppruna hafa a.m.k. eitt eintak af öðrum hvorum áhættuþættinum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að þeir sem bera í sér tvö eintök af þeim breytileika sem meiri áhrif hefur, eru 250% líklegri til að fá gáttatif miðað við þá sem hafa hvorugan breytileikann. Erfðabreytleikarnir fundust þegar meira en 300.000 breytileikar í erfðamenginu voru skoðaðir í meira en 550 sjúklingum með gáttatif og/eða gáttaflökt. Niðurstöðurnar voru staðfestar með frekari rannsóknum á yfir 3.000 sjúklingum frá Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Áhrifameiri breytileikinn fannst einnig í einstaklingum frá Hong Kong. Aukin áhætta þeirra var aðeins minni en annarra en á móti kom að 75% einstaklinga reyndust bera að minnsta kosti eitt eintak. Breytileikinn skiptir því máli í 35% gáttatifstilfella í einstaklingum frá Hong Kong á meðan samsvarandi prósenta í hinum hópunum sem skoðaðir voru er 20%. Vegna þess hve gáttatif er algengur undanfari heilablóðfalls telur ÍE að greiningarpróf sem byggir á uppgötvuninni muni hafa notagildi fyrir lækna til þess að greina þá einstaklinga sem vera ættu undir meira eftirliti en aðrir. Slíkt greiningarpróf er sett á markað í dag," segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.
Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira