Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan á Neskaupsstað.
Síldarvinnslan á Neskaupsstað.
Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf á Neskaupsstað. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn til starfa. Þá hefur Jóhannes Pálsson sömuleiðis verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Síldarvinnslunnar. Hann mun jafnframt hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.

Aðalsteinn, sem verið hefur framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá byrjun síðasta árs, hefur verið ráðinn til starfa hjá Katla Seafood sem nýlega keypti erlenda starfsemi Sjólaskipa hf í Hafnarfirði, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Gunnþór Ingvarsson hefur starfað hjá Síldarvinnslunni frá ársbyrjun árið 2003 við samruna Síldarvinnslunnar hf. og SR-Mjöls. Fyrst var hann ráðinn sem aðstoðarmaður forstjóra en tók við starfi útgerðarstjóra í apríl árið 2005.

Jóhannes var ráðinn til starfa hjá Síldarvinnslunni árið 2001 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra landvinnslu. Árið 2006 tók hann einnig við starfi

framkvæmdastjóra SR-Mjöls hf., sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar hf. og sér um sölu á mjöli og lýsi. Hann var áður framkvæmdastjóri Hönnunar og ráðgjafar hf á Reyðarfirði, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×