Viðskipti innlent

Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki

Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun.

Í tilkynningu frá Alfesca kemur fram að velta Le Traiteur Grec, sem var stofnað árið 1987, hafi numið 12 milljónum evra, jafnvirði rétt rúmum einum milljarði króna, á síðasta ári. Það er rúmlega tíu prósenta aukning frá árinu á undan.

Þá námu eignir félagsins í lok síðasta árs 6,3 milljónum evra, 533,8 milljónum króna, og var félagið skuldlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×