Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck 13. maí 2007 12:39 Úr framleiðslustöð Merck KGaA í Darmstadt í Þýskalandi. Mynd/AFP Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira