Innlent

Landspítala óheimilt að segja Salmann upp

MYND/GVA

Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans.

Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt hann því meðal annars fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar og þá benti hann á að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs.

Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að segja Salmann upp vegna þess að verkefnum hans hefði fækkað með skipulagsbreytingunum.

Fór Salmann fram á að ákvörðun um uppsögn hans yrði felld úr gildi en því hafnaði héraðsdómur. Hæstiréttur komst hins vegar að því að hafi starfsmaður sinnt ákveðnu verkefni á tilteknu tímabili dugi ekki að líta eingöngu til þess að það verkefni muni dragast saman eða leggjast af heldur þurfi jafnframt að leggja frekara mat á hæfni manns í samanburði við aðra starfsmenn. Var talið að Landspítalanum hefði verið skylt að leggja frekara mat á hæfni Salmanns áður en tekin var ákvörðun um uppsögn hans.

Taldi Hæstiréttur því að ekki hefði verið staðið réttilega að ákvörðunni. Rétturinn féllst hins vegar ekki á aðalkröfu Salmanns um að uppsögnin yrði felld úr gildi en viðurkenndi að Landspítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp störfum á þeim grunni sem gert var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×