Viðskipti innlent

Alcoa yfirtekur Alcan

Hið nýja álver Alcoa á Reyðarfirði
Hið nýja álver Alcoa á Reyðarfirði MYND/Vefur Alcoa á Íslandi

Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.

Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir að tilboðið hljóði upp á 73,25 dali á hlut. Verði 58,60 dalir af kaupverðinu greiddir með peningum en afgangurinn í hlutabréfum. Tilboðið er 20 prósentum yfir lokagengi bréfa í Alcan.

Bloomberg hefur eftir Alan Belda, forstjóra Alcoa, að álfyrirtækin hafi átt í viðræðum um samstarf síðastliðin tæp tvö ár. Þar á meðal var samruni fyrirtækjanna. Belda sagði hins vegar að viðræðurnar hefðu engu skilað.

Gert er ráð fyrir að Alcoa leggi fram tilboð í Alcan á morgun, að sögn Bloomberg.

Alcoa er annað stærsta álframleiðslufyrirtæki heims miðað við tekjur ársins 2006. 

Alcoa ssegir hafa fegnið staðfestingu á fjármögnun til kaupanna frá Citigroup og Goldman Sachs Group. Goldman, BMO Capital Markets og Lehman Brothers eru ráðgjafar Alcoa í söluferlinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×