Mjög þurr og krefjandi braut beið keppenda í MXGP í Portúgal, og 18 þús áhorfendur fengu skemmtilega keppni fyrir aðgangseyrinn.
Kevin Strijbos á Suzuki náði að landa sínum öðrum grand prix sigri á sínum ferli og stoppaði þar með sigurgöngu Joshua Coppins sem tók sæti Stefan Everts hjá Yamaha.
Coppins náði fyrsta sætinu af Strijbos í fyrstu umferðinni fyrr um daginn í hörkubaráttu en hafði svo ekkert í Kevin Strijbos í þeirri seinni. Greinilegt að Strijbos hefur greinilega skoðað andlegu hliðina rækilega og veit að hann á heima í topp fimm. Baráttan um 3-4 sætið var einnig skemmtileg og stóð sú barátta á milli Billy Mackenzie, Tanel Leok og Davi Phillippaerts sem keyrði eins og hetja í þriðjasætinu allt til enda.
Í MX2 var það Toni Cairoli á Yamaha sem sýndi sína bestu takta og eins og oft áður, átti hann í hörkubaráttu við Christophe Pourcel á Kawasaki í fyrri umferðinni. pourcel leiddi framan af en varð svo að gefa fyrsta sætið á fimmtánda hring.
Í seinni umferðinni var pressa á Pourcel, sem þurfti að ná sigri til að halda stiga baráttunni opinni, en allt kom fyrir ekki og datt hann hressilega í miðri keppni.
Staðan í heimsmeistara titlinum er þá þessi :
MX1
1 Joshua Coppins 144 stig
2 Kevin Strijbos 125 Stig
3 Jonathan Barragan 89 Stig
4 Steve Ramon 86 Stig
5 ken De Dycker 84 Stig
6 Sebastina Pourcel 67 Stig
MX2
1 Antonio Cairoli 147 Stig
2 Christophe Pourcel 103 Stig
3 Tyla Rattray98 Stig
4 Pascal Lauret 87 Stig
5 Tommy Searle 79 Stig
6 Kenneth Gundersen 75 Stig