Viðskipti innlent

Fyrsta varan frá DeCode væntanleg

DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað.

Greiningardeilds Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að sjö prósenta líkur séu á því að fá sykursýki II. Jákvæð niðurstaða úr nýju greiningarprófi DeCode T2 þýðir að líkur viðkomandi einstaklings séu 14 prósent, að sögn deildarinnar.

Deildin bendir á að verðið muni nema um 500 bandaríkjadölum, jafnvirði 33.000 íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×