Urmull af aprílgöbbum 2. apríl 2007 19:00 Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. Fjölmiðlar heimsins hafa lengi látið almenning hlaupa apríl. Til dæmis varð frægt árið 1957 þegar Breska ríkisútvarpið birti frétt um að spaghettíuppskeran í Sviss hefði brugðist og fjórum áratugum síðar vakti auglýsing Burger King athygli um að hamborgarar fyrir örvhenta væru komnir á markað þar sem sósan læki hægra megin undan brauðinu. Aprílgöbb gærdagsins hér á landi voru fjölbreytt að vanda. Bæði Ríkissjónvarpið og Fréttablaðið tilkynntu um brunaútsölu á munum úr eigu RÚV, fréttastofa útvarps upplýsti að trén úr Heiðmörk hefðu fundist á lóð Áhaldahúss Kópavogs og vefsíðan Suðurland.is boðaði útsölu á munum úr eigu Byrgisins. Hér á Stöð 2 ákváðum við hins vegar að segja frá því að úrtökupróf fyrir 240 manna varalið ríkislögreglustjóra væru hafin. Við fengum í lið með okkur fólk úr af líkamsræktarnámskeiðinu Boot Camp sem var við æfingar á Klambratúni og sjálfan dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason. Björn fór á kostum í hlutverki sínu og brá ekki svip enda bitu allmargir á agnið og fóru inn á vefsíðu þar sem þeir var tjáð að þeir hefðu hlaupið apríl. Við þökkum Birni og fólkinu í Bootcamp kærlega fyrir aðstoðina. Aprílgabb Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. Fjölmiðlar heimsins hafa lengi látið almenning hlaupa apríl. Til dæmis varð frægt árið 1957 þegar Breska ríkisútvarpið birti frétt um að spaghettíuppskeran í Sviss hefði brugðist og fjórum áratugum síðar vakti auglýsing Burger King athygli um að hamborgarar fyrir örvhenta væru komnir á markað þar sem sósan læki hægra megin undan brauðinu. Aprílgöbb gærdagsins hér á landi voru fjölbreytt að vanda. Bæði Ríkissjónvarpið og Fréttablaðið tilkynntu um brunaútsölu á munum úr eigu RÚV, fréttastofa útvarps upplýsti að trén úr Heiðmörk hefðu fundist á lóð Áhaldahúss Kópavogs og vefsíðan Suðurland.is boðaði útsölu á munum úr eigu Byrgisins. Hér á Stöð 2 ákváðum við hins vegar að segja frá því að úrtökupróf fyrir 240 manna varalið ríkislögreglustjóra væru hafin. Við fengum í lið með okkur fólk úr af líkamsræktarnámskeiðinu Boot Camp sem var við æfingar á Klambratúni og sjálfan dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason. Björn fór á kostum í hlutverki sínu og brá ekki svip enda bitu allmargir á agnið og fóru inn á vefsíðu þar sem þeir var tjáð að þeir hefðu hlaupið apríl. Við þökkum Birni og fólkinu í Bootcamp kærlega fyrir aðstoðina.
Aprílgabb Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira