Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum 29. mars 2007 09:00 Seðlabankinn. Mynd/Heiða Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn. Á síðasta vaxtakvörðunardegi í byrjun febrúar var hins vegar ákveðið að halda vöxtunum óbreyttum. Greiningardeildir viðskiptabankanna sögðu í gær líkur á því að harður tónn verði sleginn í rökstuðningi Seðlabankans fyrir vaxtaákvörðuninni enda séu enn vísbendingar um þenslu í efnahagslífinu og launaskrið auk þess sem fátt bendi til að draga ætli úr einkaneyslu. Deildirnar eru allar sammála um að bankinn muni lækka stýrivextina á næstu mánuðum. Hvenær það verður er ekki ljóst. Þannig segir Landsbankinn að búast megi við lækkun stýrivaxta á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans 5. júlí næstkomandi. Greiningardeild Glitnis telur hins vegar líkur á lækkun strax 17. maí næstkomandi og geti vextir verið komnir niður í 11,5 prósent við árslok. Deildin segir nokkra óvissuþætti þó spila inni. Þar á meðal er kosningin um stækkun álversins í Straumsvík. Greiningardeildin bendir á það í Morgunkorni sínu í gær að verði samþykkt að stækka álverið þá aukist líkurnar að stýrivextir haldist háir næstu misserin. Peningamál, ársþriðjungsrit Seðlabankans um efnahagsmál, kemur út samhliða vaxtaákvörðuninni í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn. Á síðasta vaxtakvörðunardegi í byrjun febrúar var hins vegar ákveðið að halda vöxtunum óbreyttum. Greiningardeildir viðskiptabankanna sögðu í gær líkur á því að harður tónn verði sleginn í rökstuðningi Seðlabankans fyrir vaxtaákvörðuninni enda séu enn vísbendingar um þenslu í efnahagslífinu og launaskrið auk þess sem fátt bendi til að draga ætli úr einkaneyslu. Deildirnar eru allar sammála um að bankinn muni lækka stýrivextina á næstu mánuðum. Hvenær það verður er ekki ljóst. Þannig segir Landsbankinn að búast megi við lækkun stýrivaxta á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans 5. júlí næstkomandi. Greiningardeild Glitnis telur hins vegar líkur á lækkun strax 17. maí næstkomandi og geti vextir verið komnir niður í 11,5 prósent við árslok. Deildin segir nokkra óvissuþætti þó spila inni. Þar á meðal er kosningin um stækkun álversins í Straumsvík. Greiningardeildin bendir á það í Morgunkorni sínu í gær að verði samþykkt að stækka álverið þá aukist líkurnar að stýrivextir haldist háir næstu misserin. Peningamál, ársþriðjungsrit Seðlabankans um efnahagsmál, kemur út samhliða vaxtaákvörðuninni í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Sjá meira