Er tölvan þín örugg? 26. mars 2007 18:49 Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð. Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð.
Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira