Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs 15. mars 2007 15:40 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira