McLaren sagður vilja breytingar 12. mars 2007 20:39 Steve McLaren er undir nokkurri pressu sem landsliðsþjálfari og vill allan þann undirbúning sem hann getur mögulega fengið. Það fær hann ekki þegar keppnisfyrirkomulag ensku bikarkeppninnar er eins og það er í dag. MYND/Getty Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira