Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil 23. janúar 2007 18:45 Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur." Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. Sá sem vill eignast sem mest - sem skjótast - á hiklaust að taka erlent húsnæðislán segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi. Erlendu lánin séu ódýrari, það er að segja, heildargreiðsla fyrir verðtryggt krónulán er hærri en fyrir erlendu húsnæðislánin. Munurinn getur orðið allt að 25 milljónir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eins og fram hefur komið. Tökum annað dæmi. Maður tók tvö 15 milljóna króna lán í september 2004, annað í krónum en hitt í erlendri myntkörfu. Í lok síðasta árs var hann búinn að greiða í afborganir og vexti 2,4 milljónir af krónuláninu, að meðaltali tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Höfuðstóllinn var kominn upp í 16 milljónir. Af erlenda láninu hafði hann greitt fjórar milljónir - eða tæpar 150 þúsund krónur að meðaltali á mánuði - en höfuðstóllinn var kominn niður í 13,7 milljónir. Hann hafði þá greitt 1600 þúsund krónum meira af erlenda láninu en munurinn á höfuðstólunum var orðinn 2,3 milljónir. Eftir standa 700 þúsund krónur sem viðkomandi græddi á erlenda láninu. Sum sé, á síðustu tveimur árum hefði borgað sig að taka erlent lán. En, gengisáhættan er gríðarleg, eins og hagfræðingur ASÍ, sagði í fréttum okkar í gærkvöldi. Úrtöluraddir segir Ingólfur. "Þessi teoría gengur bara ekki upp í vaxtaumhverfinu á Íslandi. Við erum að borga nú þegar í dag um 5% vexti og 7% verðtryggingu og verðtryggingin er ekkert annað en vextir sem leggjast á höfuðstólinn. Þannig að áhættan af því að taka erlend lán er sáralítil." Ingólfur bendir á að fall á gengi hækkar verðbólgu og þar með krónulánin okkar - þótt mánaðarlegar afborganir haldist tiltölulega jafnar. En hvað þarf fólk að geta þolað miklar sveiflur í afborgunum af erlendu lánunum? "Við skulum gera ráð fyrir 10-20% gengissveiflu. Það þýðir að ef að þú ert með 20 milljón króna erlent lán, greiðslubyrðin er um 100 þúsund af því, þá mega menn gera ráð fyrir að á einhverju tímabili fari greiðslubyrðin í 110-120 þúsund krónur."
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira