Frakkinn Ungi og efnilegi Christophe Pourcel sem tók sinn fyrsta sigur í Phoenix nú á dögunum er farinn aftur heim til Frakklands. Pourcel, sem hefur verið að keppa í minni flokknum "Lites" og hefur verið að sýna svakalega flottan akstur, meiddist við æfingar og brákaði fót og hönd.
Hann mun ekki taka frekari þátt í bandaríska supercrossinu vegna þessa. Hann ætlar að taka því rólega á heimaslóðum meðan hann jafnar sig og einbeita sér að komandi motocross tímabili í Evrópu. Pourcel á þó fast sæti að ári hjá Pro Circuit / Kawasaki að sögn liðstjóra liðsins.
