Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands 19. janúar 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi. Fréttir Innlent Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira