Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands 19. janúar 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi. Fréttir Innlent Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira