Sport

Beltabúnaður fyrir torfæruhjól á markað

Bjarni Bærings á flugi í Bolöldu með beltabúnað undir Kawasaki KXF450
Bjarni Bærings á flugi í Bolöldu með beltabúnað undir Kawasaki KXF450 MYND/Aron Icemoto

Verslunin Nitro hefur hafið innflutning á beltabúnaði fyrir torfæruhjól. Búnaðinn má koma fyrir á flestum tegundum torfæruhjóla og gagnast í snjó, sandi og hverskonar torfærum jarðvegi.  Hægt er að fá nagla í beltið og skíði á framdekkið og breyta þannig hjólinu í snjósleða!

Haukur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Nitro, hefur að sögn selt þónokkuð af slíkum búnaði. Hann segir búnaðinn stórauka notkunarmöguleika hjólanna, sérstaklega að veturlagi.  Þeir sem hafa keypt slíkan búnað nota hann aðallega í þolakstursferðir eftir fjallvegum landsins sem þegar eru komnir undir snjó.  Ennfremur má nota búnaðinn til æfinga í mótorkrossbrautum og á meðfylgjandi mynd tekur Bjarni Bærings forskot á undirbúning keppnistímabilsins með æfingu í ísilagðri Bolöldubraut með neglt belti að aftan og nagladekk að framan.  Hver veit nema haldin verði keppni í Snjókrossi fyrir torfæruhjól í vetur! 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×