Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna 5. janúar 2007 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira