Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2007 07:00 Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun