Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri 16. október 2007 16:25 Orkufélag í eigu bandarískra og íslenskra aðila stefir að því að hefja framleiðslu á metanóli úr útblæstri álvera á næsta ári. Markaðurinn/GVA Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu. Markaðir Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu.
Markaðir Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira