Verður næststærsta Kauphöll heims 21. september 2007 09:01 Opnun OMX Nordic Exchange. Norðurlöndin, Bandaríkin og Dubai eru nú hluti af Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent