Verður næststærsta Kauphöll heims 21. september 2007 09:01 Opnun OMX Nordic Exchange. Norðurlöndin, Bandaríkin og Dubai eru nú hluti af Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira