Það sem koma skal? Stefán Jón Hafstein skrifar 6. júlí 2007 08:15 Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar