Það sem koma skal? Stefán Jón Hafstein skrifar 6. júlí 2007 08:15 Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun