Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut 27. júní 2007 06:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir. Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir.
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira