Viðskipti innlent

Bretar taka bréf í Eimskip

Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu.

Fyrri eigendur í Innovate, þeir Stephen Dargavel, Stephen Savage og Pete Osborne, fara þar með í hóp stærstu hluthafa í Hf. Eimskipafélaginu en alls nemur eignarhlutur þeirra um 4,43 prósentum. Þeir eru meðal helstu stjórnenda í Innovate sem er eitt stærsta fyrirtæki Bretlandseyja á sviði hitastýrðra flutninga. Rekur það þrjátíu vörugeymslur á ellefu stöðum á Bretlandseyjum.

Eftir að nýju hlutirnir hafa verið skráðir í Kauphöll Íslands nemur hlutafé Hf. Eimskipafélagsins um 1.876 milljónum króna. Markaðsvirði félagsins nemur því alls 74,5 milljörðum króna miðað við síðasta viðskiptagengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×