Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi 13. júní 2007 03:00 Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira