Tesco heimsótti Bakkavör óvænt 31. maí 2007 09:01 Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent