Stórkostleg sókn í menntamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2007 05:30 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun