
Ellert skallar kirkjuna
Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir.
Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál.
Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti.
Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna.
Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ.
Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig.
Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar.
Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning.
Höfundur er rithöfundur.
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar