Ellert skallar kirkjuna Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2007 06:00 Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun