Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga 25. apríl 2007 05:15 Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja. Undir smásjánni Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja.
Undir smásjánni Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf