Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga 25. apríl 2007 05:15 Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja. Undir smásjánni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja.
Undir smásjánni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira