Að tyfta eigin frambjóðendur Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. apríl 2007 05:00 Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar