Milljón krónur á fjölskyldu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. apríl 2007 05:00 Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar