Áhyggjur með englavernd 28. mars 2007 04:00 Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira