Stofnandinn var í vinnunni fram á síðasta dag 21. mars 2007 00:01 Ernest Gallo, sem stofnaði bandaríska vínfyrirtækið Gallo árið 1933, lést fyrir stuttu tæplega 98 ára að aldri. Ernest Gallo, annar af tveimur stofnendum bandaríska vínfyrirtækisins Gallo, lést í bænum Modesto í Kaliforníu í byrjun mánaðarins, rétt tæplega 98 ára að aldri. Sonur hans rekur fyrirtækið í dag, en gamli maðurinn var viðloðandi reksturinn allt fram á seinasta dag. Hann hafði haft þann sið, þrátt fyrir að hafa látið af stjórninni fyrir allnokkru, að mæta daglega og spjalla við starfsfólk fara yfir áætlanir, huga að framleiðslunni og annað slíkt. Ernest stofnaði fyrirtækið ásamt Julio bróður sínum, í kjölfar þess að vínbanni var aflétt í Bandaríkjunum árið 1933, með tæplega sex þúsund dali í vasanum og alla sína þekkingu á víngerð frá ítalskættuðum foreldrum sínum. Bræðurnir uppskáru vel enda skilaði fyrirtæki þeirra 30.000 dala hagnaði eftir fyrsta árið. Gallo-bræðurnir nýttu hagnaðinn til stækkunar fyrirtækisins, meðal annars með kaupum á fleiri vínekrum auk þess sem þeir juku framleiðsluna til muna og stækkuðu vöruhús sitt. Fyrirtækið varð brátt eitt af stærstu vínframleiðendum í heimi en áætlað er að á ári hverju seljist um 75 milljón flöskur undir merkjum Gallo. Þrátt fyrir velgengnina héldu þeir Gallo-bræður sig til hlés. Breska ríkisútvarpið hafði eftir nánum samstarfsmönnum þeirra að ástæðan fyrir því væri hvernig fór fyrir foreldrum þeirra bræðra. Faðir þeirra myrti móður þeirra og framdi sjálfsmorð að því loknu. Atburðurinn átti sér stað í júnímánuði árið 1933. Bræðurnir stofnuðu Gallo-fyrirtækið tveimur mánuðum síðar. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ernest Gallo, annar af tveimur stofnendum bandaríska vínfyrirtækisins Gallo, lést í bænum Modesto í Kaliforníu í byrjun mánaðarins, rétt tæplega 98 ára að aldri. Sonur hans rekur fyrirtækið í dag, en gamli maðurinn var viðloðandi reksturinn allt fram á seinasta dag. Hann hafði haft þann sið, þrátt fyrir að hafa látið af stjórninni fyrir allnokkru, að mæta daglega og spjalla við starfsfólk fara yfir áætlanir, huga að framleiðslunni og annað slíkt. Ernest stofnaði fyrirtækið ásamt Julio bróður sínum, í kjölfar þess að vínbanni var aflétt í Bandaríkjunum árið 1933, með tæplega sex þúsund dali í vasanum og alla sína þekkingu á víngerð frá ítalskættuðum foreldrum sínum. Bræðurnir uppskáru vel enda skilaði fyrirtæki þeirra 30.000 dala hagnaði eftir fyrsta árið. Gallo-bræðurnir nýttu hagnaðinn til stækkunar fyrirtækisins, meðal annars með kaupum á fleiri vínekrum auk þess sem þeir juku framleiðsluna til muna og stækkuðu vöruhús sitt. Fyrirtækið varð brátt eitt af stærstu vínframleiðendum í heimi en áætlað er að á ári hverju seljist um 75 milljón flöskur undir merkjum Gallo. Þrátt fyrir velgengnina héldu þeir Gallo-bræður sig til hlés. Breska ríkisútvarpið hafði eftir nánum samstarfsmönnum þeirra að ástæðan fyrir því væri hvernig fór fyrir foreldrum þeirra bræðra. Faðir þeirra myrti móður þeirra og framdi sjálfsmorð að því loknu. Atburðurinn átti sér stað í júnímánuði árið 1933. Bræðurnir stofnuðu Gallo-fyrirtækið tveimur mánuðum síðar.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira