Matvælaverð lækkar! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2007 04:45 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun