Afsláttarkort send heim frá áramótum 28. desember 2006 18:53 Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.Nú um áramót verður breyting á og afsláttakortið verður sent sjálfkrafa til þeirra sem ná hámarksupphæðinni og endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikning viðkomandi einstaklings.Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar segir þetta skref hafa verið draum lengi. Hann segir þó enn vanta upplýsingar frá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum, en til að byrja mneð gildi kortin fyrir sérfræðiþjónustu. Þetta er gert til að færa rétt til fólks þar sem fjöldinn allur hafi ekki nýtt sér þennan rétt.Sigursteinn Másson formaður Öryrkjabandalagsins segir um að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, sérstaklega fyrir sjúklinga sem gangi erfiðlega að henda reiður á kvittunum og töpuðu þar af leiðandi réttindum. Hann fagnar þessu framtaki og segir mikið hagræði af fyrirkomulaginu.Karl Steinar segir vilja fyrir því að ná samningum og ganga sem allra fyrst frá samningum og kostnaðartilfærslum svo upplýsingarnar berist líka frá heimilis-eða heilsugæslulæknum og sjúkrahúsum, enda sé stefna Tryggingastofnunar að verða notendavænni og nær nútímanum. Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Þegar fólk hefur greitt 18 þúsund krónur fyrir læknis-og heilbrigðisþjónustu á innan við ári hefur það getað sótt um kortin.Nú um áramót verður breyting á og afsláttakortið verður sent sjálfkrafa til þeirra sem ná hámarksupphæðinni og endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikning viðkomandi einstaklings.Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar segir þetta skref hafa verið draum lengi. Hann segir þó enn vanta upplýsingar frá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum, en til að byrja mneð gildi kortin fyrir sérfræðiþjónustu. Þetta er gert til að færa rétt til fólks þar sem fjöldinn allur hafi ekki nýtt sér þennan rétt.Sigursteinn Másson formaður Öryrkjabandalagsins segir um að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, sérstaklega fyrir sjúklinga sem gangi erfiðlega að henda reiður á kvittunum og töpuðu þar af leiðandi réttindum. Hann fagnar þessu framtaki og segir mikið hagræði af fyrirkomulaginu.Karl Steinar segir vilja fyrir því að ná samningum og ganga sem allra fyrst frá samningum og kostnaðartilfærslum svo upplýsingarnar berist líka frá heimilis-eða heilsugæslulæknum og sjúkrahúsum, enda sé stefna Tryggingastofnunar að verða notendavænni og nær nútímanum.
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira