Olíuforstjórar ákærðir 13. desember 2006 18:30 Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira