Olíuforstjórar ákærðir 13. desember 2006 18:30 Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira