Í dag var dregið í 16-liða úrslitin í bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Þrjár af átta viðureignum í umferðinni verða einvígi úrvalsdeildarliða þar sem Fjölnir tekur á móti Keflavík, Tindastóll mætir KR og þá mætast suðurlandsliðin Hamar/Selfoss og Þór úr Þorlákshöfn.
Eftirtalin lið drógust saman í 16-liða úrslitum:
Fjölnir - Keflavík, KeflavíkB - Grindavík, Tindastóll - KR, ÍR - Stjarnan, FSU - Mostri, Hamar/Selfoss - Þór Þorlákshöfn, Valur - Skallagrímur og Hvíti Riddarinn - KRb.