Hahnemann og Little semja við Reading

Markvörðurinn Marcus Hahnemann og miðjumaðurinn Glen Little hafa nú fetað í fótspor Íslendinganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading og undirritað nýjan samning við félagið. Báðir leikmennirnir eru nú samningsbundnir Reading út leiktíðina 2008.