Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA 23. nóvember 2006 10:59 Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu.
Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira