Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB 7. nóvember 2006 13:59 MYND/Stefán Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira