Allt að 66 prósenta verðmunur á smurþjónustu 7. nóvember 2006 13:11 MYND/Pjetur Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa. Fram kemur á heimasíðu ASÍ að Vélaverkstæði Hjalta við Melabraut í Hafnarfirði hafi reynst ódýrast í öllum flokkum. Þar kostaði smurning fyrir fólksbíl frá 1.992 krónum en dýrust var hún hjá Smurstöðinni Fosshálsi eða 3.310 krónur. Þar munar því ríflega 1300 krónum. Þjónusta fyrir jeppling var ódýrust hjá Vélaverkstæði Hjalta (2.378 krónur) en dýrust hjá Gúmmívinnustofunni Réttarhálsi (3.992 krónur) sem er rúmlega 1.600 króna verðmunur eða 67 prósent. Hins vegar reyndist verðumunurinn mestur á á þjónustu við stóra jeppa. Hjá Vélaverkstæði Hjalta kostaði smurning á stóran jeppa 2.689 krónur en hún var dýrust hjá Smurstöðinni Fosshálsi og Smurstöðinni Stórahjalla 2 í Kópavogi, 4.750 krónur. Verðmunurinn nam því 77 prósentum. Verðkönnunin náði aðeins til þjónustu smurstöðvanna og voru engin efni innifalin í verðinu. Þrjár smurstöðvar neituðu þátttöku í verðkönnuninni: Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bæjarflöt 13, Smur- og dekkjaþjónusta Breiðholts, Jafnaseli 6 og Hjólbarða- og smurþjónustan Klöpp Vegmúla 2. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa. Fram kemur á heimasíðu ASÍ að Vélaverkstæði Hjalta við Melabraut í Hafnarfirði hafi reynst ódýrast í öllum flokkum. Þar kostaði smurning fyrir fólksbíl frá 1.992 krónum en dýrust var hún hjá Smurstöðinni Fosshálsi eða 3.310 krónur. Þar munar því ríflega 1300 krónum. Þjónusta fyrir jeppling var ódýrust hjá Vélaverkstæði Hjalta (2.378 krónur) en dýrust hjá Gúmmívinnustofunni Réttarhálsi (3.992 krónur) sem er rúmlega 1.600 króna verðmunur eða 67 prósent. Hins vegar reyndist verðumunurinn mestur á á þjónustu við stóra jeppa. Hjá Vélaverkstæði Hjalta kostaði smurning á stóran jeppa 2.689 krónur en hún var dýrust hjá Smurstöðinni Fosshálsi og Smurstöðinni Stórahjalla 2 í Kópavogi, 4.750 krónur. Verðmunurinn nam því 77 prósentum. Verðkönnunin náði aðeins til þjónustu smurstöðvanna og voru engin efni innifalin í verðinu. Þrjár smurstöðvar neituðu þátttöku í verðkönnuninni: Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bæjarflöt 13, Smur- og dekkjaþjónusta Breiðholts, Jafnaseli 6 og Hjólbarða- og smurþjónustan Klöpp Vegmúla 2.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira