Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham 7. nóvember 2006 11:14 Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira