Fjölskyldu bjargað úr grjótroki 5. nóvember 2006 18:45 Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira