Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum 1. nóvember 2006 12:45 Seðlabanki Ísland MYND/Vísir Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira