Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum 29. október 2006 19:02 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn. Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira