Tölur kl. 20:30 - Pétur virðist saxa á Ástu 28. október 2006 20:30 Pétur Blöndal virðist saxa á Ástu Möller í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar talin hafa verið 6.474 atkvæði vantar Pétur aðeins 27 atkvæði til að ná 6. sætinu af Ástu. Hún hefur hlotið samtals 5.165 atkvæði en Pétur er með samtals 4.885 atkvæði í 1. - 7. sæti. Geir Haarde er með 6.200 atkvæði í 1. sæti, Guðlaugur Þór Þórðarson er með 5.260 atkvæði í 1. - 2. sæti og Björn Bjarnason er með 4.561 atkvæði í 1. - 3. sæti. Nú munar um 400 atkvæðum á Birni og Guðlaugi í 1. - 2. sæti. Guðfinna Bjarnadóttir er í fjórða sætinu og Illugi Gunnarsson í því fimmta. Röðin er þessi: 1 Geir H. Haarde 6.200 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.260 3 Björn Bjarnason 4.561 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 5.222 5 Illugi Gunnarsson 5.259 6 Ásta Möller 5.165 7 Pétur H. Blöndal 4.885 8 Sigurður Kári Kristjánsson 4.988 9 Birgir Ármannsson 4.980 10 Sigríður Andersen 4.007 11 Dögg Pálsdóttir 3.803 12 Grazyna M. Okuniewska 2.215 Frambjóðendur þakklátir og ánægðir með sterkan listaBjörn játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 3992 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller.Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka.Guðlaugur Þór Þórðarsson segir stöðuna mjög ánægjulega, en hvort heldur sem er, annað eða þriðja sætið, yrði góð niðurstaða fyrir sig og fyrir flokkinn. Prófkjörið leggði grunninn að stórsigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor.Guðfinna Bjarnadóttir er ánægð og sæl og þakklát fyrir stuðninginn. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna."Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við NFS þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði en framan af var Illugi í 6. sæti en Ásta Möller í því fimmta. Illugi vildi þakka öllu því fólki sem hefði veitt honum stuðning í prófkjörinu og öllum þeim sem hefðu unnið með sér undanfarnar vikur í prófkjörsbaráttunni. "Ég tel þann lista sem nú er að myndast sigurstranglegan fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum í vor," sagði Illugi.Ásta Möller segist afskaplega sátt með kosningu sína og Guðfinnu.Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS að það stefndi í spennandi kosningakvöld. Kosningin væri jöfn og spennandi, og hvernig sem niðurstaðan yrði væri ljóst að Sjálfstæðismenn væru að stilla upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík.Sigurður Kári Kristjánsson segir að hann hefði veiljað ná betri árangri en tíðindin felist í því ef Guðlaugur nái öðru sæti og Guðfinna því fjórða í sínu fyrsta prófkjöri. Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Pétur Blöndal virðist saxa á Ástu Möller í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar talin hafa verið 6.474 atkvæði vantar Pétur aðeins 27 atkvæði til að ná 6. sætinu af Ástu. Hún hefur hlotið samtals 5.165 atkvæði en Pétur er með samtals 4.885 atkvæði í 1. - 7. sæti. Geir Haarde er með 6.200 atkvæði í 1. sæti, Guðlaugur Þór Þórðarson er með 5.260 atkvæði í 1. - 2. sæti og Björn Bjarnason er með 4.561 atkvæði í 1. - 3. sæti. Nú munar um 400 atkvæðum á Birni og Guðlaugi í 1. - 2. sæti. Guðfinna Bjarnadóttir er í fjórða sætinu og Illugi Gunnarsson í því fimmta. Röðin er þessi: 1 Geir H. Haarde 6.200 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.260 3 Björn Bjarnason 4.561 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 5.222 5 Illugi Gunnarsson 5.259 6 Ásta Möller 5.165 7 Pétur H. Blöndal 4.885 8 Sigurður Kári Kristjánsson 4.988 9 Birgir Ármannsson 4.980 10 Sigríður Andersen 4.007 11 Dögg Pálsdóttir 3.803 12 Grazyna M. Okuniewska 2.215 Frambjóðendur þakklátir og ánægðir með sterkan listaBjörn játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 3992 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller.Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka.Guðlaugur Þór Þórðarsson segir stöðuna mjög ánægjulega, en hvort heldur sem er, annað eða þriðja sætið, yrði góð niðurstaða fyrir sig og fyrir flokkinn. Prófkjörið leggði grunninn að stórsigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor.Guðfinna Bjarnadóttir er ánægð og sæl og þakklát fyrir stuðninginn. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna."Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við NFS þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði en framan af var Illugi í 6. sæti en Ásta Möller í því fimmta. Illugi vildi þakka öllu því fólki sem hefði veitt honum stuðning í prófkjörinu og öllum þeim sem hefðu unnið með sér undanfarnar vikur í prófkjörsbaráttunni. "Ég tel þann lista sem nú er að myndast sigurstranglegan fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum í vor," sagði Illugi.Ásta Möller segist afskaplega sátt með kosningu sína og Guðfinnu.Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS að það stefndi í spennandi kosningakvöld. Kosningin væri jöfn og spennandi, og hvernig sem niðurstaðan yrði væri ljóst að Sjálfstæðismenn væru að stilla upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík.Sigurður Kári Kristjánsson segir að hann hefði veiljað ná betri árangri en tíðindin felist í því ef Guðlaugur nái öðru sæti og Guðfinna því fjórða í sínu fyrsta prófkjöri.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira